Ég dustaði af gömlum prófil á einkamál til að halda áfram frá síðasta pistli.

Hérna er linkurinn: Linkur

Ef við skoðum prófílinn og byrjum á myndini.
Ég er glaður á myndini, er að skemmta mér og greinilegt að ég vann helling af pening í póker. Við hliðina á mér er vinur minn að sprella með.

Myndin sýnir:
A). Ég er fjandi góður í póker. (lygi, vinur minn við hliðina á vann þetta) :(
B). Ég er ekki lóner (social proof).
C). Ég kann að skemmta mér.
D). Ég er helvíti vel út lítandi.

Ef við skoðum svo dæmi 1 í ‘'um mig’':

Sæl og blessuð öllsömul.

Oftar en ekki er sæt stúlka eins og þú að leita að manni, kannski eins og mér, en hefur ekki fundið hann enn.

Hey, hættu að leita og glotta, komdu í gang og sentu mér bréf kjáni! Don't be a stranger! :)

Við tölum beint til hennar og meira að segja hrósum henni óbeint. Við segjum frá því að hún sé ekki enn búin að finna hinn rétta, sem er auðvitað rétt, því annars væri hún ekki á einkamal.is, eða, ef hún væri búin að finna hinn rétta og væri samt á einkamal.is, þá viljum við kort eð er ekkert hafa neitt með hana að gera.
Við bætum svo við ‘'enn’' í endann, af því það ‘'mun breytast’'.

Eftir að hún undirmeðvitað er búin að melta þetta í hvelli, þá segjum við hana að í stað þess að sitja heima og leita, þá ætti hún að prófa sig fram í staðinn og sjá hvort það gefur betri árángur.

Dæmi 2:

Hey! Þú!

Ert þú kona sem setur markmiðin hátt, en ekki svo hátt að þú getir ekki náð þeim?
Ert þú kona sem kann að hlusta, en einnig að tala?
Ert þú kona sem getur verið sjálfstæð?
Ert þú kona sem getur verið alvarleg en samt hlegið þegar það á við? :)

Hversu óvænt væri ef þú myndi skrifa til mín og við myndum kynæst við tvö?

Ef þú ímyndar þér bara hvað þú gætir verið að gera annað en að hangsa í tölvuni. Sentu mér bréf.

NLP gengur út á það að tala undirmeðvitað til fólks. Tala við það á tungumáli sem undirmeðvitundin skilur og kalla fram tilfinningar með annars saklausum orðum.

Við byrjum á því að láta eins og hún þurfi að vera eitthvað sérstakt til þess að spjalla við okkur.. En ef maður lítur nánar á textann, þá á þetta við hvaða kvennmann í heiminum.. Alveg eins og stjörnumerkin í mogganum.

Svo segjum við: ''Hversu óvænt væri'' til þess að hún byrji að hugsa um ÞIG og hversu óvænt það í raun væri…ef þú myndi skrifa til mín og við myndum kynæst við tvö?

Til þess að komast að því hvort við getum kynnst, þá þarf hún að skrifa. Við erum að lokka hana til þess að skrifa bréf með því að búa til framtíð þar sem við kynnumst…Eða kynæsumst..Þetta lítur út fyrir að vera venjuleg innsláttursvilla, en þetta er skrifað viljandi þar sem hvaða venjuleg kona sér að það stendur ‘'kynæst’' í stað kynnast.. Hún hugsar sennilega ekkert meira um það, en ef við skoðum nánar hvað gerist, þá sjáum við að hún byrjar að hugsa um okkur, byrjar að hugsa um hvað myndi ske ef hún myndi skrifa.. Svo sér hún setninguna ''kynæst við tvö''. Þá er ferillinn, skjótt og maður tekur varla eftir því, en hugurinn reykur í átt að því að hún skrifar, hún sendir okkur bréf og það verður kynæsandi. Kynæst er ekki einu sinni orð, þess vegna kemur ‘'kynnast’' og ‘'kynæsandi’' upp í kollinn þegar við sjáum það.
Ef hún undirmeðvitað er að hugsa um okkur stunda samfarir (ekki misskilja mig og halda að hún byrji actively að hugsa um okkur stunda samfarir) þá erum við á nokkuð góðri leið.
Ef einhver hugsaði um okkur tvo stunda samfarir þegar þið lásuð þetta fyrst, þá er allt í lagi að játa það :(

Við endum þetta með því að segja: ''Ef þú ímyndar þér'' sem þýðir einfaldlega að hún byrjar að ímynda sér; ''Hvað þú gætir verið að gera í stað þess að hanga í tölvuni'' sem þýðir einfaldlega að hún má ímynda sér hvað sem er. Ef hún er venjuleg manneskja, þá ímyndar hún sér ykkur gera eitthvað skemmtilegt saman. Við endum þetta á: ''Sentu mér bréf'' sem er einfaldlega skipun og manneskjur setja skipanir einungis í sambandi við eitt; Að gera það undir eins.

Málið er að það ef maður getur fengið manneskju til þess að ÍMYNDA sér eitthvað, þá mun sú manneskja sjá þetta frá EIGIN sjónarhorni og alls ekki streita á móti, öfugt við ef þú leggur rök á borðið, þá sér manneskjan það sem eitthvað sem kemur utan frá og ekki vera jafn móttækileg við því.

Dæmi 3:


Hæ! Ég skrifa til fólks til að kynnast því. Ég leita alltaf að fleiri vinum til að bæta við í safnið, því maður veit aldrei hvenær maður hittir nýja og skemmtilega manneskju!

Þetta er meira fyrir stráka sem skrifa mikið af skilaboðum til stelpna. Þegar þær fara á prófílinn þinn til að kíkja hver þetta var sem senti þeim skilaboð, þá sjá þær að þú ert ekkert að ‘'coming on hard’', þú ert bara að leita þér að vinum.. Eða nýrri og skemmtilegri manneskju..?

Hún er skemmtileg.. Er það ekki?
Ef hún var mjög heit hugsar hún kannski: ‘'Hm, var hann ekki að reyna við mig? Hver er þessi maður?’'

Svo lengi sem hún HUGSAR um ÞIG.

CALLING IT. Sjáumst í næsta pistil.
Moderator @ /fjarmal & /romantik.