Sælir strákar. Það sem ég skrifa mun mest allt höfða mest til strákana þannig að ég mun skrifa ‘'til’' strákana. Þið stelpur getið auðvitað notað þetta líka, en bara til að undirstrika það, þá er þetta ‘'strákahornið’' á /romantik. :)

Jæja.

Hafið þið nokkurtímann hitt stelpu, svo fallega, að þið mynduð gera allt til þess að fá séns með henni, en löbbuðuð í staðinn framhjá henni lítandi niður í jörðina?
Af hverju?
Var það feimni? Náði röddin í hausnum á þér að útskýra fyrir þér af hverju þú ættir ekki að tala við hana og taldi meira að segja upp fyrir þig góðar ástæður til þess að sleppa því að tala við hana?

Þetta köllum við feimni.

Oftast er það versta sem skeður ef maður labbar upp að stelpu og spyr hana hvað klukkan sé, eða hvaða fatabúð henti manni best; dæmandi út frá þeim fötum sem maður stendur í, er einfaldlega að hún viti það ekki og samtalið deyi þar. Enginn segir að þú sért að reyna við hana.
Það er eitt það fyrsta sem hver maður ætti að temja sér.

Þegar við erum að tala við stelpur, þá erum við ekki að reyna við þær. Við erum að kynnast þeim. Alveg eins og jón í skólanum.

Hvað svo? Þú labbar upp að henni og hún segir þér að Jack&Jones sé flottasta fatabúð miðað við hvernig þinn stíll lítur út fyrir að vera. Þú spyrð hvar næsta Jack&Jones búð sé, hvað föt kosti ca. þar, hvernig hún persónulega fíli Jack&Jones og áður en þú veist eruð þið að blaðra um allt annað en föt.

Svo lengi sem stelpan er ekki greinilega að reyna komast undan þér, þá er allt í lagi að spjalla við hana. Ef þú ert að pirra hana, þá sérðu það vel á henni. Hún lítur í kringum sig eins og hún sé að leita að leið út, hún svarar allt of stutt, hún horfir lítið á þig þegar hún talar, hún brosir lítið sem ekkert, etc, etc.

Hvernig getum við notað þetta til þess að bæta okkur sjálfa?
Jú, við viljum alltaf brosa, halda augnkontakt þegar við spjöllum, svara með alvöru áhuga, etc, etc.


Allt sem ég hef talað um hér köllum við ‘'Inner Game’'. Það er öflugt verkfæri og með þjálfun, þá er hægt að bæta félagslíf sitt markvisst með því að vinna í sjálfum sér.

Hver ert þú að halda að þú getir ekki fengið kvennmenn? Átt þú að ráða því? Er ekki hægt að æfa sig í því að tala við kvennmenn eða fólk almennt?
Ójú og það er það sem við fjöllum um í þessum dálki. Fylgist með næsta pistil þar sem við förum ítarlegra í grunninn og færum okkur hægt og hægt áfram.

Þangað til næst vill ég að þú farir eitthvert og spyrjir 5 ókunnugar stelpur að einhverju mjög einföldu eins og hvort þær viti hvað klukkan sé. Gangi þér vel og póstið hvernig gekk!

Ef þú hefur spurningar, sentu mér skilaboð!
Moderator @ /fjarmal & /romantik.