Stærsta vandamálið í ástarmálum er oft að maður veit ekki hvað maður vill. Er maður tilbúinn í alvarlegt samband, eða vill maður bara smá “fling”? Vill maður börn? Giftingu? og ótal aðrar spurningar sem fá mann daglega til að hika andartak. Oft er þessum spurningum auðsvarað og engin vandamál verða til. En einnig strandar maður oft og hikar of lengi og úr verður vandamál.

Ég tel að algengasta vandamálið hjá ungu fólki sé ekki hvað eða hvort heldur hver. Hver kannast ekki við að standa á krossgötum, vita ekki í hvorn fótinn á að stíga og engin leið að vita hvaða leið sé rétt. Hvernig á að taka svona ákvörðun? Hvaða leið á að fara?
Ég er sjálf ein af þeim sem sest niður og skrifa niður kosti og galla…þótt það hjálpi mér kannski ekki neitt. Ég er líka á þeirri skoðun að maður viti ekki hvað maður vill nema prufa…eins sóðalegt og það hljómar :) Þá á ég nú bara við að spjalla aðeins við aðilana sem koma við sögu hverju sinni, kanna aðstæður vel og reyna að setja sig í spor þeirra sem eru á þessari tilteknu leið. Það er þó oftar en ekki hægara sagt en gert.

Tökum sem dæmi að valið standi á milli tveggja aðila. Annar þeirra hætti síðasta sambandi vegna fíkniefnarugls af eigin hálfu og hélt stöðugt framhjá.Þessi aðili hinsvegar sýnir þér skilyrðislausa ást og lofar öllu fögru. Hinn aðilinn er hreinn og beinn, sýnir ást sína ekki eins áberandi og sá fyrrnefndi og er oft kaldur við þig, en elskar þig samt ofurheitt. Og þú elskar þá báða.

Nú langar mig að koma af stað smá umræðum og biðja ykkur um að segja mér hvora leiðina þið mynduð fara-og afhverju. :)