Ákvað að senda inn nokkra punkta um “dating”. Auðvitað á þessi grein ekki við um alla, en ég tel þetta vera nokkuð almennt. Minni á að þetta er líka bara uppá gamanið :)

Strákar:
-Stelpur vilja líka að þið hafið samband af fyrra bragði…og við viljum að þið séuð með plan, ekki senda sms og spurja hvort hún vilji hitta þig, en þú veist ekki alveg hvað þið ættuð svosem að gera…
-Við viljum hrós :) bara það að segja “Þú ert sæt” bætir daginn.
-Stundum má spurja hreint út í staðinn fyrir að gefa hint

Stelpur:
-Sama gengur yfir ykkur, þið megið líka auðvitað hafa samband af fyrra bragði og hafa gott plan!
-Það er víst ekki fyndið að grínast með að þeir gætu verið með lítið typpi…
-Þeir vita að þið eruð með brjóst en þeir vita líka að þið eruð ekki BARA brjóst..svo gefið þeim séns ;)

Ef ykkur vantar sniðuga stefnumótastaði er mikið í boði, þó svo maður sjái það ekki alltaf. Paintball, Go-kart, íþróttaleikir, fjallganga..eitthvað sem lýsir ykkur sem persónunni sem þið viljið að hinn aðilinn kynnist :)
Svo er að sjálfsögðu þetta klassíska, út að borða, bíó, rúnta, heim að horfa á vídjó.

Notið hugmyndaflugið gott fólk, verið sjálfsörugg og trúið að allt gangi ykkur í hag!