nafnlaust já,

ok strákurinn sem ég var hrifin af hann sko…
við vorum hrifin af hvor öðru og já vissum það bæði (í alvöru, hann sagði mér það, ekki í gríni) og svo kom sumar og við vorum ekkert að chilla saman eða neitt, enda vorum við ekki saman. Og svo kemst ég allt í einu að því að því að hann byrjaði með einhverri stelpu. Og ég varð náttúrulega ógeðslega fúl. En svo eitthvað gekk það ekki vegna fjarlægðar þau mundu bara eiginlega aldrei hittast, Svo hann var bara eitthvað að segja að —>við<– gætum alveg verið saman því þetta samband á milli hans og hennar mundi ekkert ganga upp.

En ég vil náttúrlega ekkert vera eitthvað bara næsta stúlkan sem hann grýpur í því hitt sambandið gekk ekki (þau voru ekkert fúl útí hvort annað, þetta var bara útaf fjarlægðinni sem það mundi ekkert ganga).

Og svo er hann eitthvað að reyna að blíðka mig inná msn en því hann var svona nasty (finnst mér) þá vil ég hann ekkert, en vil hann svona lúmskt innst inni, ég verð geðveikt afbrýðusöm og þannig. Mér finnst hann ekki sætur en samt finnst mér það, þetta er ótrúlega óþolandi, veit ekkert hvernig ég losna við þessa tilfinngu.

Og svo þegar við erum eiginlega að rífast inná msn þá fer hann eitthvað að tala um hana, þau voru greinilega að tala saman inná msn. Og ég verð alveg geðveikt sár og blocka hann. Síðan unblocka ég hann, en hann er farinn en sendir mér samt póst um að hann vilji hitta mig, en ég er bara svo alveg viss um að ég lemji hann því ég er svo fúl.Það er samt svo asnalegt því að já ég á ekkert með að vera fúl,

ég meina ég vil ekki byrja með honum ( hann segir að ég sé hrædd við skuldbindingar) ,ég á ekkert í honum og á þannig enga ástæðu til að vera fúl en samt…ég bara veit ekki hvernig ég á að hætta að vera hrifin af honum, sem ég er samt eiginlega ekki :S æjj þetta er svo óþæginlegt eða er ég kannski bara fáviti sem ætti að fyrirgefa honum? btw. við vorum vinir

Svara sem fyrst :'(

————————————————————————

Sæl [nafnlaus]

Svar mitt til þín er í raun tvíþætt.

Í fyrsta lagi skil ég að þessi tilfinning um að vera varaskeifa sé að láta þér líða illa. Að segja svona eða gefa slíkt til kynna er nánast árás á egó viðkomandi. Það eitt og sér að lenda í slíku ætti að segja þér að þessi drengur er ekki einhver sem þú vilt deila hjarta þínu með, því af þessu að dæma hefur umræddur drengur ekki mikinn skilning á mannlegum tilfinningum eða þá aðgát sem skal hafa í nærveru sálar. Til að virkilega skilja af hverju það er verðuru að skilja hversu stóran þátt tilfinningalegt jafnvægi spilar í góðum samböndum. Slík ábyrgð sem tilfinningalegt jafnvægi ber í för með sér er einfaldlega ekki meðhöndluð sem skyldi af ákveðnum einstaklingum sem eru ekki enn komnir með þroska til þess.

Í öðru lagi legg ég til út frá texta þínum að þú þurfir að skoða dálítið þína innri persónu og skilja hana betur. Ef þú ert að bera svo sterkar tilfinningar til þessa drengs en hefðir ekki viljað samband þrátt fyrir það (eitthvað sem mér finnst texti þinn bera með sér) þarftu að spurja þig hvort það sé ekki rétt hjá honum að þú eigir í vandamál með skuldbindingar. En svo skaltu einnig spá í að miðað við það hversu ung þú ert ráðlegg ég að þú bíðir með skuldbindingar fyrst um sinn og lifir lífinu, en þó með varkárni.

Skuldbinding er mikil ábyrgð. Með því að bjóða manneskju inn að hjarta þínu og innsigla það svo með sambandi ertu að takast á við allar þær væntingar og vonbrigði þar á í maka þínum, sem og hann í þér. Þetta getur reynst gífurlega erfitt og ráðlegg ég þér að leyfa lífinu kenna þér örlítið lengur áður en þú tekur þetta stóra skref inn í heim annarra.

————————————————————————

Þú verður að hugsa þig vel um áður en þú gerir eitt eða annað í þessu máli. Er þessi strákur eitthvað sem þú vilt með hafa? Hafa þeir hlutir sem hann hefur gert hingað til, líkt og að segja þetta við þig, meira eða minna vægi en það að taka hann til greina? Ertu tilbúin að takast á við afleiðingarnar og sorgina sem fylgir misheppnuðum samböndum?

Persónulega ráðlegg ég þér að bíða með hann og allt varðandi hann í óákveðinn tíma á meðan þú lærir að skilja sjálfa þig og þínar tilfinningar betur. Hugsaðu margt og mikið um stráka og hvar þú stendur með þeim; hvar mörkin liggja er kemur að viðsættanlegri félagslegri hegðun; hvar þú dregur línuna.

Þegar þessar línur eru orðnar þér skýrari og þú telur þig tilbúna að fylgja þeim; þá fyrst getur þú farið nokkuð örugg út í samskipti kynjanna.