Þetta er skrýtið, ég hef verið á lausu núna í tæpt hálft ár og síðan ég hætti með kærustunni þá hef ég alltaf fundið þörf fyrir að vera með stelpum, það er eins og að ég VERÐI að vera með einhverri.

Mér líður einhvern veginn eins og ég þurfi að sanna mig fyrir sjálfum mér eða einhvern veginn gera hana afbrýðisama þótt við séum löngu hætt saman.

Bottom line… Ég hef einhverja þörf til þess að vera með einhverri, samt finnst mér ég alls ekki vera tilbúinn til þess.

Getur einhver útskýrt þessa mótsögn fyrir mér ? Hafið þið ekki lent í þessu sama ?<br><br>
—————————-
Nei hvur andskotinn, Það er skrúfjárn í klósettinu.