jæja, ég og kærastinn minn erum búin að vera saman í bráðum 3 ár (búum saman) og ég er enn sjúklega ástfangin af honum. þannig er samt málið að honum finnst við vera orðnir meira vinir en par. hann er t.d. hættur að kyssa mig og knúsa og kynlífið er af skornum skammti…mér finnst þetta allt frekar leiðinlegt því ég get varla ímyndað mér að vera án hans. Spurningin er, ættum við að taka smá pásu og sjá svo seinna til, eða er þetta bara glatað samband?? Hann segist vilja í fyrsta lagi hugsa um framtíðarsamdand þegar við erum ca 25 ára (erum 21), en mér finnst það fáranlegt að ætla að bíða eftir að verða eldri til að vera með manninum sem ég elska…(ég veit að honum þykir mjög vænt um mig)…..