Jæja komiði öll sæl og blessuð. Þannig er mál með vexti að fyrir um 5-6 árum kynntist ég stelpu í bænum sem ég átti heima í þá. Þessi stelpa var skemmtileg og falleg (en þetta var fyrir 6 árum þá var ég 11 ára). Við urðum strax góðir vinir en vorum ekkert mikið að hanga heima hjá hvort öðru. Svo gerist það sem mig óttaðist mest, hún flutti úr bænum eitthvert út á land og sömu leiðis ég. Þarna misstum við allt samband við hvort annað og ég var næstum búinn að gleyma henni. Svo um verslunarmannahelgina árið 2001 hittumst við í gamla heimabænum okkar fyrir einskæra tilviljun.
Ég held að ég hafi aldrei orðið svona glaður þegar ég sá hana aftur eftir heil 3 ár (hún var orðin vel flott og ekkert breyst í skapinu). Þarna þetta kvöld hétum við því að missa aldrei samband aftur eins og fyrir 3 árum.

Einu ári síðar eða um verslunarmannahelgina 2002 var ég blindfullur í mínum gamla heimabæ og ég hélt ég hefði séð hana. Ég hringdi í hana og talaði við hana mjög lengi (komst að því að hún var ekki í bænum) um gjörsamlega allt sem mér datt í hug.
Morguninn eftir vaknaði ég og mundi ekkert eftir nóttinni en mig rámaði í það að ég hefði talað við hana og fleiri vini mína sem voru staddi í eyjum. Svo fékk ég sms sent í símann og ég sá að það var frá henni. Þar spurði hún mig hvernig ég hefði skemmt mér í gærkvöldi . Ég svaraði bara að ég hefði skemmt mér vel. Þá sagði hún að hún hefði líka skemmt sér vel yfir því sem ég sagði við hana. Þá varð ég smá undrandi og spurði hana hvað ég hefði sagt.´Hún sagði að ég hefði talað um að fara með henni á ball og heim til hennar á eftir því hún yrði ein heima þessa helgi. Ég spurði hana hverju hún hefði svarað og hún sagðist hafa sagt að ég yrði að bíða og sjá til hvað gerðist.

Þetta hefur gengið svona fram og til baka, þessa vikuna vill hún koma til mín og gera hluti við mig (sem er allt í lagi mín vegna:))en hina vikuna vill hún ekki heyra í mig né sjá mig. Ég er orðinn verulega ringlaður á öllu þessu og er alveg að gefast upp. Hvað get ég gert, ég er ekki viss um hvort maður eigi að vera að stíga fyrsta skrefið í svona löguðu ef maður er efins um hvort manneskjan sé síðan hundleiðinleg eina vikuna en skemmtileg þá næstu.

HVAÐ Á ÉG AÐ GERA?!?!?!?!?!?!
hjálp er vel þegin
“It's only after you've lost everything that you're free to do anything” - Fight club