ok svona er mál með vexti. Ég varð hrifin af strák í nóvember á síðasta ári,engin af mínum vinkonum vissi af því nema fyrren í febrúar að ég sagði einni það sem ég hélt að væri alveg traustins verð. En svon í maí byrjaði hún með honum(og ég ennþá hrifin af honum, og já ég veit, aumingjaskapur í mér að hafa ekki gert neitt(er sko hevý feimin) en við vorum búin að tala soldið saman). Ég varð náttúrulega geðveikt sár og talaði eiginlega ekkert við hana lengi lengi og hún reyndi ekki einu sinni að tala við mig, hundsaði mig bara og talaði bara við hinar vinkonur mínar(okkar)
Svo hitti ég þau á útihátíð í sumar og þá var hann ýkt nice, dró mig alltaf að dansa og dansaði alveg fullt við mig,nuddaði létt á mér axlirnar í leiðinni……hún virtist verða eiginlega alveg brjáluð..strákgreyið má ekki eiga neinar vinkonur,hún virðist ráða í hvaða fötum hann er og hann leyfir henni bara að ráða öllu og svo kom litla systir hennar um daginn í heimsókn til hennar og svo fór hún bara í mat og skyldi systur sína eftir hja´grey stráknum sem þurfti að halda henni félagsskap…
en allavega það sem ruglar mig kannski soldið að þrátt fyrir að þau séu saman þá er ég soldið hrifin af honum ennþá(já ok ég veit það er ekki sniðugt en þetta ræð ég svona hálfpartinn ekki við en er að reyna að gleyma honum bara sem gengur hálf hægt)og svo er þetta alltaf á böllum að hann er að draga mig að dansa og dansar við mig, svo nuddar hann á mér axlirnar af og til(bara svona létt) og ég veit ekkert alveg hvað ég á að halda(tek stundum eftir því að hann er að horfa á mig)…..
hvað haldið þið??
örugglega eitthvað sem ég á bara að leiða hjá mér en það væri samt fínt að fá álit ykkar!