Hér er málið.
Fyrir um það bil tveim vikum bauð ég stelpu út bíó. Ég sótti hana og myndin og félagsskapurinn bara allt var frábært, eftir myndina keyrðum við um í svona einn og hálfan tíma bara að spjalla. Svo þar sem að ég átti afmæli stuttu eftir bíóið bauð ég henni í veisluna og skemmtu allir sér rosa vel. Eftir veisluna fylgdi ég henni heim og við kvöddumst og allt. Síðan í gær fórum við saman á kaffihús og spjölluðum saman í svona 3tíma.
Málið er að ég er alveg rosalega hrifinn af henni og er meira en alveg til í að eitthvað gerist á milli okkar en ég er svo grænn í þessum málum að það er eins og ég sé að labba blindur. Þannig að ég veit ekkert hvað ég er að gera. Öll þau skipti sem að við höfum hist hef ég verið rosalega nice og mikill herramaður.
En það sem að ég er hræddastur um er að ég sé að falla í vinagryfjuna og að hún sé að fara að líta á mig sem vin.
Þannig að ég spyr, á ég að bíða lengur með að segja henni hvað mér finnst um hana eða ekki?
<br><br>—————————-
“Faithless is he that says farewell when the road darkens”
Gimli Glóinssonur, The Fellowship of the Ring.
—————————-