Jæja, mér fannst líka kominn tími til að það kæmi eitthvað annað en einhver leiðindi inn á korkinn, ég skal bara byrja.
Ég hef verið á leiðinni núna í nokkra daga að senda inn smá svona, hvað segir maður, ástarsögu..? En svo varð ákveðið atvik í gær til þess að ég dreif bara í því.
Þannig er, að ég er ein af þeim of fáu manneskjum sem hafa virkilega fengið að kynnast ástinni. Ég hef nú verið með manni í um 10 mánuði, en þrátt fyrir stuttan tíma þá vorum við að eignast yndislegan dreng þann 11. ágúst sl. Aldrei hefði ég getað trúað hvað tilfinningar manns gagnvart öðrum geta breyst ótrúlega við svona atvik. Þarna er eitthvað komið í heiminn sem er hinn fullkomni ávöxtur ástarinnar, og ekkert getur tekið það frá okkur. Ég hef aldrei verið eins hamingjusöm á ævinni.
Þar til í gær. Í gær kom svolítið hræðilegt fyrir, sem hafði langan aðdraganda. Pabbi minn hefur verið að glíma við alkóhólisma í mörg ár, okkur hinum í fjölskyldunni til mikilla ama, eins og við er að búast. En nú hefur verið bundinn endi á allar frekari áhyggjur, því í gærmorgun sofnaði elsku pabbi minn svefninum langa. Að sjálfsögðu var þetta alveg gífurlegt áfall fyrir mömmu og okkur systkinin, en við höfðum alveg búist við þessu í langan tíma, svo veikur var hann orðinn.
Það skrýtnasta við þetta er, að litli drengurinn okkar kom u.þ.b. 3 vikum fyrir tímann, og ég held að það sé ansi góð og gild ástæða fyrir því. Afi hans fékk allavega að sjá hann einu sinni áður en hann fór. Og að sjálfsögðu verður drengurinn skírður í höfuðið á honum.
Ég get sagt ykkur það, að það hefði verið tífalt erfiðara fyrir mig að höndla þennan hrylling ef ég hefði ekki haft elskuna mína við hliðina á mér þegar ég heyrði fréttirnar. Ótrúlegur styrkur sem ég hef fengið frá honum, ég hefði a´ldrei trúað að þetta væri til. Því vil ég segja við þá sem eru svo heppnir að eiga einhvern svona kærkominn að; leyfið honum/henni að finna hvers mikils virði þau eru, hversu ómetanleg ástin getur verið.
Kveðja Hvutta.