Var að hætta í sambandi sem stóð í nokkur ár.. við hættum saman bara af því við vorum orðin leið á öllu þannig séð voru byrjuð að rífast og bara þoldum hvort annað ekki en elskuðum samt hvort annað. við hættum saman og bara ákváðum það bæði en núna eftir 3 mánuði af sambandsslitum þá sé ég hann mjög mikið og það er svo erfitt en við erum ennþá góðir vinir og allt það það sem ég er að pæla er að er það betra að hætta saman í íllu þá þarf maður ekkert að vera vinur og hanga saman en vera samt ekki á föstu ?? hvað finnst ykkur ? ég er einhvernveginn svo bundin við hann ennþá og ef ég myndi fara að vera með öðrum þá myndi honum sárna nákvæmlega eins og ef að hann myndi fara að deita aðra gellu þá væri ég ekkert sátt (bara pjúra öfundsíki sko) en ég meina við erum ekkert í pásu við hættum alveg saman og byrjum örugglega ekkert saman aftur því það er svo margt hjá okkur sem bara passar ekki!!!

ein ringluð! :(