Ég þarf að fá smá hjálp frá ykkur gott fólk. Þannig er mál með vexti að ég er orðinn meira en lítið heit fyrir einum strák sem vinnur með mér….og allt í lagi með það nema að því leiti að hann á konu. Ég er alls ekki týpan til að reyna að koma upp á milli sambanda og ég hreinlega fyrirlít fólk sem gerir slíkt enda hef ég sjálf lent í því að þáverandi kærasti hélt framhjá mér og byrjaði svo með þeirri stelpu. Málið er bara það að ég hef nokkrum sinnum farið á djammið með þessum strák og tvisvar sinnum hefur það endað í smá kelerí sem að ég hef í bæði skiptin stoppað af. Hann á það til að hringja í mig og senda mér sms, og allt bendir til að hann hafi áhuga á mér. En svo er ég að reyna að gleyma þessu og hætta að hugsa um hann en það er frekar erfitt þar sem að við vinnum saman á hverjum einasta degi. Mér líður illa yfir þessu öllu og ég vill alls ekki að konan hans verði særð. Ég þekki hana ekki neitt og ég vill henni alls ekki illt. Mér hefur verið sagt að hann sé eitthvað óánægður í sambandinu og ég óska þess oft að hann hætti bara með henni, en slíkar hugsanir láta mig fá svo mikið samviskubit. Þetta eru aðstæður sem ég hélt að ég mundi aldrei lenda í, en hér er ég….mannleg after all!?!?! Ég veit bara ekki hvað gerist næst. Ég skil bara ekki hvað ég er að hugsa. Ég var búin að vera svolítið skotin frá því að ég kynntist honum fyrst og þá var ég með strák en núna er þetta bara orðið meira…..HJÁLP!!!! Hvað á ég að gera?

PUG