Sæl kæru hugarar.

Ég á við smá reipitogi við sjálfan mig þessa dagana. Þekkið þið þessa tilfinningu að vita nákvæmlega það rétta í stöðunni og hugurinn er sammála en andinn og hjartað virðast ekki ætla að sæta sig við það? Þannig er ég búinn að vera síðastliðna mánuði. Ég semsagt var í sambandi með stelpu. Til að gera langa sögu stutta þá hittumst við erlendis, urðum ástfangin, fluttum inn saman, hlutir urðu flóknari, urðum ósammála um framtíðina og hættum saman. Til að einfalda þetta (flækja þetta í drasll!!!) fyrir okkur þá búum við frekar langt frá hvort öðru. Þetta var fyrsta ástin mín. Fyrsta stelpan sem ég viss djúpt í hjarta mínu að þetta væri stelpan fyrir mig. Aðstæður köttuðu á allt. Rúmu ári eftir að við hættum saman (þessar vikurnar) þá er ég byrjaður að deita aðra stelpu og það gengur frábærlega.... en það er ekki eins. Ég er ennþá að hugsa um þessa stelpu, hvernig lífið hennar sé, hvernig fjölskilda hennar hefur það... etc. Eins mikið og ég veit að mér langar ekki að vera með henni og hvernig það gæti aldrei gengið upp án þess að fórna öllu sem ég á og öllu því sem ég vil gera í framtíðinni, þá kemst ég bara ekki yfir hana.

Veit ekki hvernig ég á að bera mig eða hvernig ég get blokkað hana út úr hausnum á mér. Mér þykir ennþá vænt um hana og ég vil allt það besta fyrir hana, en ég vill bara komast yfir þetta... enough is enough.