Jæja ég veit að þetta er kannski pínu kjánalegt, en ég er að hitta stelpu sem 4 árum yngri en ég og á 2 börn. En ég er 27 ára og hún 23 ára.

Hún hefur lent í tveimur mjög slæmum samböndum og þar af leiðandi voru bæði samböndin með barnsfeðrum hennar.

Hún átti vin síða eftir seinna sambandið sem var bara svona kúru/fuck buddy, you catch my drift?

Anyways við sváfum saman fyrir mörgum árum síðan og ég hef alltaf haft vissan stað í hjarta mínu gagnvart þessari stelpu og svo sváfum við saman um daginn og höfum verið að kúra og kyssast eftir það.

Það sem ég er að spá, er að ég finn fyrir því að ég hafi einhverjar tilfinningar gagnvart henni, en hvernig á maður að vita hvað hún er að hugsa.

Skemmir maður þetta sem er á milli okkar með að spurja hana bara, eða ætti maður að bíða til betri tíma?

Meina ég er allveg sáttur með þetta eins og er, en ég veit að á endanum muni ég vilja meira og er hræddur um að hún muni kannski ekki vilja meira.

Einhver ráð? Er bara áttavilltur með þetta, og afsakið ef þetta á ekki heima í þessum flokk.


Thundergod