Mér finnst svo furðulegt að fólk finnist svo sjálfsagt að setja sig í „samband“ á facebookMaður fær spurningar frá furðulostnu fólki: Afhverju stendur þá ekki á facebook að þið séuð saman?Það er alvitað að fólk tekur facebook dauðans alvara og einsog heilögum sannleik.Að mínu mati finnst mér það bara kalla á hálfgerð vandræði að vera skráð í „sambandi“ á fb, ég hef einnig rætt þetta við annað fólk sem er sammála mér.
Ég var svo óheppin að vera með aðila á sínum tíma sem var áfjáður í að skrá okkur saman í „samband“ á facebook.
Hversvegna?
Ég hef ekki hugmynd.
Kannski var það til að auglýsa það, eða bara tilkynning, hver veit. Ég spurði hann í rauninni aldrei afhverju þetta skipti svona miklu máli fyrir hann. En útaf því að þetta skapaði deilur á milli okkar um hvort við ættum að vera skráð í sambandi á fb eða ekki, þá ákvað að ég gefa eftir og samþykja beiðni hans á fb, með því loforði þá að ef við mundum hætta saman að þá mundum við vera áfram skráð í sambandi á fb í sirka 2 vikur, til að fá tíma til að jafna okkur á sambandsslitunum.
En auðvitað gat hann ekki staðið við það, því 5 mínútum eftir að við hættum saman fór hann fá fb og tók okkur útúr sambandi , hann greinilega tók þessu svo alvarlega að þetta var það fyrsta sem hann þurfti að gera.

Ég vill einnig þakka facebook fyrir að gera þau góðverk að þegar maður kemur útúr sambandi þá veit allur bærinn að því samstundis og maður hefur korter til að jafna sig áður en símtölin frá fólki og kunningjum fer að rigna yfir mann og spurja hvað í ósköpunum hvað gerðist eiginlega
„Well we broke up obviously?“
Er fólk svona áfjátt í að vita það til að geta slúðrað eða kannski bara einskær ókurteis forvitni, því að mínu mati er það none of people‘s fucking business.

En spurning mín til fólks hér er sú, hvaða máli skiptir þetta fyrir ykkur?
Er einhver hér sem finnst þetta álíka fáránlegt og mér? Eða finnst þetta skipta miklu máli?
Eða var ég bara með einhverjum gæja sem var þroskaheftur og gat ekki virt það að bíða með að taka þetta út, ekki bara einu sinni heldur tvisvar, að mér finnist þetta því fáránlegt?
Available for parties ^-^