Ég var með strák í u.þ.b. ár, en hætti svo með honum fyrir svona mánuði síðan. Ég hætti bara að finna þennan neista og við áttum fátt sameiginlegt og svo framvegis, þannig ég ákvað að enda þetta.
Núna búum við í sínum hvorum bænum og ég kynntist öðrum strák fyrir mjög stuttu, sem mér líkar mjög vel við.. Ég veit að það leið stuttur tími á milli og allt svoleiðis, en þetta gerðist óvart og mér finnst þetta vera svo rétt.
En vandinn er, að fyrrverandi sendir mér að meðaltali 5 sms á dag, hringir nokkrum sinnum og er endalaust að væla um að hann geti ekki misst mig, geti ekki lifað án mín (er eiginlega að hóta að taka sitt eigið líf!) og sakni mín of mikið. Ég höndla þetta ekki! Veit ekkert hvað ég á að gera í þessu! Er búin að koma því vel á hreint að þetta sé búið og sé ekki að fara að gerast aftur, en hann hættir samt ekki.

Hvað get ég sagt eða gert til þess að þetta hætti? En með það í huga að hann er alveg greinilega á mjög viðkvæmum stað og ég vil ekki særa hann meira en þörf er á…