ok, fór inn á huga í fyrsta skipti í langan tíma útaf því að mig vantar smá hjálp með eitt vandamál hjá mér og kærastanum mínum…

hann er víst oft að tala við einhverjar stelpur og kemur mjög mikið út að hann sé m.a.s. að hitta þær (hann spyr hvort þau ættu að hittast og hún spyr hvort að hann sé ennþá óþekkur, er það eðlilegt?)

ég fór inná facebookið hans til að skoða um daginn og fann ýmislegt og ræddi það við hann og sagði honum hvernig mér fannst staðan vera.. bannaði honum aldrei að tala við vinkonur sínar en mér finnst að það ættu að vera mörk þegar fólk er í sambandi.

ég hélt að hann væri hættur að tala við þessa stelpu, en ég sá að hann talaði við hana á sunnudaginn, bara náði að fela það á facebookinu sínu (deleteaði chat history en ef ég ýtti á manneskjuna í chat glugganum, og þá kom upp samtal) síðan sá ég líka að hann er með hana á skype og spurði hana m.a. hvort að þau gæti spjallað á skype í þessu samtali sem ég sá…

ég veit ekkert hvernig ég á að bregðast við þessu

ég elska hann meira en allt!! og ég veit fyrir víst að hann elskar mig alveg jafn mikið, ef ekki meira.. hann sýnir mér mikinn áhuga og er yndislegur við mig og gerir allt fyrir mig!

ég veit bara ekkert hvernig ég á að nálgast þessar samræður.. líka af því að við erum búin að tala um þetta 1x og ég vil ekki vera kreisí kærastan sem er alltaf að skoða facebookið hans (hljótið samt að skilja af hverju ég treysti honum ekki 100%)

ef einhver getur hjálpað mér í gegnum þetta, væri það æðislegt!
það síðasta sem ég vil er að hætta með honum en ég vil ekki að hann haldi að hann komist upp með þetta :'(
Lastu Þetta?..