Ein besta vinkona mín til frekar stutts tíma reyndar, í um 1 ár. Er orðin smá ráðgáta fyrir mér. Við vorum í góðu sambandi en náttúrulega ekkert meira því við vorum jú bara vinir.

En á með stuttu millibili fyrir stuttu gistum við saman í nokkur skipti og það var alltaf frekar fín lína spiluð. Við kúrðum alltaf en það gerðist ekkert meira nema ‘Úps rakst óvar með hendina í rassinn á henni’ á meðan að þessu stóð.

Ég get náttúrulega ekki talað fyrir hennar hönd um málið en ég mig langar ekki að eyðileggja vinskapinn. Myndi hugsanlega vilja einhvað meira en mér finnst þetta vera vinsamband sem að ég vildi ekki missa ef að hitt myndi nú ganga.

Eitt sem að er samt skrítið, að fyrir þetta var mér alveg sama um karlaflandur hennar og við hlógum oft yfir sögum sem að hún með heim af djamminu en allt í einu núna finnst mér ég vera smá afbrýðisamur þótt að hún sé bara ein með einhverjum öðrum vini sínum.

Hún hefur reyndar ekki sofið hjá neinum eftir að þessi ‘umræddu atvik’ áttu sér stað en ég held að ég yrði mjög sár án þess að sýna það samt.

Mér finnst þetta mjög skrítin tilfinning og ég veit ekki hvað ég á að gera.

Held ég sé ekki hrifin af henni en hvað er þá þetta ?