Ég hef verið að “hitta” sama strákinn í tæplega ár.

Þetta byrjaði sem one night stand, sem fór út í facebook skilaboð og við bjuggum mjög nálægt hvert öðru svo stuttu eftir þetta eina skipti (1 eða 2 vikum seinna) fórum við að laumast í heimsókn til hvors annars á nóttunni. Áttum það samt til að sofa hjá öðru fólki einu sinni og einu sinni fyrir áramót en enduðum alltaf aftur saman. Í nóvember fór ég að flækja hlutina með því að verða skotin í stráknum, sem átti aldrei að gerast, en það gekk bara ágætlega, við sváfum bara hjá hvort öðru þar til ég fór í jólafrí, en þá fór ég til fjölskyldu minnar út á landi og var þar í 3 vikur.
Á meðan svaf hann hjá annarri stelpu (sem hann mátti alveg) en ég varð mjög sár og ákvað að ég gæti ekki hitt hann lengur svo við slitum öllu…
….en þá eyddi hann endanum af janúarmánuði og öllum febrúarmánuði í að reyna að fá mig aftur. Ég lét undan á endanum og við vorum að hittast fram í lok maí þegar skólinn kláraðist (vorum þó ekki par, en þó ekki að sofa hjá öðru fólki (samt ekki planað þannig, það bara gerðist ekki))

í maí lennti ég svo í slysi sem olli því að ég gat ekki farið að vinna og fór til fjölskyldunnar aftur til að gróa sára minna, enda hafði ég ekki efni á því að borga leigu eða halda mér uppi atvinnulaus og ekki getu til að sjá um mig fullkomlega hálf hreyfihömluð.

Þannig að við hittumst ekkert í næstum 2 mánuði, hann reyndar heimsótti mig á spítalann meðan ég lá þar og sótti mig þegar ég fékk að fara út og kom mér á tímabundið heimili þar sem ég var í viku þar til ég hafði líkamlega getu til að sitja í flugvél og komast heim. og hann var mjög duglegur að heimsækja mig á þennan tímabundna stað, gisti hjá mér og gerði já allt fyrir mig sem ég gat ekki gert sjálf.
Svo fór ég heim og þá nánast heyrði ég ekki frá honum, þar til það fór að nálgast þann tíma sem ég kæmi aftur suður.

Nú hef ég verið hér í 3 vikur, hann talar við mig á nánast hverjum degi. Ég veit hann svaf hjá 1 eða 2 stelpum í sumar meðan ég var heima, en við erum líka ekki saman, ég hefði getað gert það sama ef ég hefði ekki verið rúmföst.
En málið er, hann er búinn að segja að hann sé hrifinn af mér… að ég sé skemmtileg, gáfuð og sæt sem sé næstum aldrei kombó og þar að auki góð í rúminu og eldhúsinu (höfum samt ekki látið reyna á rúmið ennþá frá slysinu)…
… en samt harðneitar hann að bindast mér á nokkurn hátt!

Ég veit að ég er það hrifin af honum að ég get ekki þolað það að hann sofi hjá annarri stelpu núna eftir að ég er komin aftur. En hann vill samt ekki að við gerum samning okkar á milli um að þannig verði það. Segir að hann vilji halda í þessi “réttindi sín” sem single einstaklingur þótt hann komi ekki til með að nota þau.

Af hverju eru karlmenn svona flóknir. Hann vill ekki að ég fari í annan gaur, sagði að hann gæti ekki horft framan í mig aftur og myndi ekki hafa áhuga að tala við mig ef ég myndi gera það en samt vill hann ekki gera díl okkar á milli um að við verðum bara 2.

Mig langar ekkert að verða kærastan hans strax, að hitta foreldra og barn (hann á barn úr fyrra sambandi) finnst mér bara mjög ótímabært og ég vil ekkert fara með hann að hitta mína familíu… ég vil bara vita að hann sé til í að bindast mér á þann hátt að sofa bara hjá mér og punktur

Er ég að vera rosa kröfuhörð og búa til mál úr þessu?