Í fyrra sumar var ég yfir mig hrifin af þessum gaur, og vorum svona hálf dúllin' saman um sumarið. Ekkert alvarlegt, bara flirt og eitthvað.
Og síðan, out of nowhere, hætti hann alveg að tala við mig og ég flutti og fór í skóla. Mér leið reyndar ömurlega þegar hann blokkaði mig bara, en ég hélt samt alltaf í vonina, að kannski einhverntíma myndi eitthvað gerast, og setti hann bara á pásu. Ég hitti hann síðan um helgina, og hafði ekki séð hann í nánast ár. Allan þennan tíma hélt ég að það væri framtíð hjá okkur. Hann heilsaði mér og brosti, og þá auðvitað féll ég aftur fyrir honum. Síðan sá ég hann um kvöldið, eftir að hafa ekki hugsað um annað en hann allan daginn. Eftir að hafa verið að deyja úr eftirvæntingu, viss um að eitthvað myndi gerast, þá sá ég hann knúsast og kelast í annarri gellu. Það var virkilega sárt. Langaði að lemja sjálfa mig fyrir að vera svona blind. Ég gerði mér alltof miklar vonir, hélt bara að það hlyti að ganga upp hjá okkur. En auðvitað var það bull í mér.
Djöfull hata ég að hafa rangt fyrir mér.