Sko…
Vá, ég veit ekki hvar ég á að byrja, ætla bara að hella úr skálum pirrelsis.

Er búin að vera að deita gaur í rúmlega mánuð. Fórum saman á rúntinn, kynntumst meir og meir, hann gisti hjá mér, ég gisti hjá honum og hitti mömmu hans og systur hans. Við eigum sameiginlega vinkonu (besta vinkona hans, kunningja vinkona mín) sem við heimsóttum saman.
Hann kyssti mig alltaf af fyrra bragði, hélt í höndina mína always, byrjaði samræður á facebook always og talaði um hvað hann brosti mikið þegar hann hugsaði um mig yfir daginn…
Svo bara allt í einu upp úr þurru er hann hættur að tala við mig…akkúrat þegar ég er farin að taka smá frumkvæði og spurja hann hvort hann nenni að gera eitthvað.

Fyrir viku síðan spurði ég hann hvort hann nennti að koma með mér í labbitúr af því ég vildi segja honum að ég hefði áhuga á að kynnast honum meira og hvort hann væri líka til í það. En þegar ég kom fékk ég alveg heiftarlegt mígreniskast og endaði bara sofandi í rúminu hjá honum.

Tveimur dögum síðar spyr ég hann hvort hann ætli niður í bæ (ætla að reyna að tala við hann þá) og hann segir mér endilega að vera í bandi. Ég geri það um nóttina og hann svarar ekki. Ekkert mál, en gaurinn hefur ekkert samband alla helgina. Á sunnudeginum verð ég að hafa samband til að ná í dót sem ég var með hjá honum.
Ég spurði hann hvað hefði eiginlega orðið um hann á föstudaginn og hann segist hafa gleymt að senda mér sms og ástæðan fyrir því að hann hafði ekki samband eftir það væri vegna þess að hann hélt að ég væri í fýlu og hann þolir ekki drama O_o…
…Ekkert mál að gleyma að senda sms, EN að tala ekki við mig af því ég gæti hugsanlega verið í fýlu!…wtf that is not how I handle things.
Svo spurði hann af hverju ég hefði ekki hringt…?!…af hverju hringdir þú ekki?! sagði ég bara á móti.

Náði ekki að spyrja hann út í hvort hann hefði áhuga eða ekki af því vinur hans kom…svo ég fór heim og sendi honum skilaboð á msn (ég vil tala við fólk face to face með svona en það var greinilega ekki að ganga) og sagði við hann að láta mig vita ef hann hefði ekki áhuga af því að ég hefði áhuga á að kynnast honum…

And he has not answered since…

WTF…soldið foj og pirró at the moment. Ef maður hefur ekki áhuga, be a man enough and tell it to my face you WIMP.

…fjúff, anger gone :Þ
Vatn er gott