Ég kynntist stelpu fyrir rúmlega hálfu ári, síðan þá höfum við hist nokkrum sinnum í viku með sama hópnum og hægt og rólega farið að þekkja hvort annað.
Eftir allan þennan tíma hefur hugur min til hennar gjörbreyst, ég er alveg gjörsamlega búinn að falla fyrir henni. Hún er svo frábær manneskja og gullfalleg. Ég get ekki hætt að hugsa um hana.

En nú að efninu.
Vandamálið er að ég er að fara að hitta hana í vikunni eftir rúmlega mánuð frá henni og hópnum og það er ekki víst að ég muni gera það aftur, nema að ég bjóði henni út, í kaffi eða eitthvað svipað.

Ég hef aldrei talað almennilega við hana í einrúmi og ég hef áhyggjur af því að fríka hana út með því að bjóða henni út upp úr þurru.

Ég veit að hún ber “jákvæðan” hug til mín, en ég veit ekki hvort að hún líti á mig sem vin, heitan gaur eða eitthvað meira. Ég verð að vita það.

Ráð einhver?
The Game