TIl bæði stráka og stelpna.

Ég hef verið að lesa margar greinar hérna inná og mér finnst bara alveg fáááránlegt hvað sumir alhæfa mikið.
Það er bara asnalegt!
Sko, Ekki allar stelpur eru yfirborðskenndar, vælandi skinkur! Ekki allir strákar eru player-ar eða hnakkar og eitthvað svoleiðis. Mér finnst bara alveg merkilegt hvað fólk getur dæmt aðra fljótt. Ég meina, ég lít út fyrir að vera alltaf hress og ágætt sjálfsálit, en í rauninni hef ég ekkert sjálfsálit né sjálfstaust. Ég er óörugg, feimin og vandræðaleg. Ég er skíthrædd við höfnun og var á tímabili komin með ógeð af strákum, Hélt að allir væru eins og allir myndu bara særa mig og eitthvað bla bla. Allir þessir pistlar, þar sem fólk er síkvartandi yfir hinu kyninu, Það er er bara kjánalegt:S

Fyrir ykkur “Ég er búin að vera særð svo oft og núna hata ég stráka-Stelpur, ekki gefast upp! Það eru til frááábærir strákar þarna úti. Oftast eru það feimnu, litlu strákarnir sem engin tekur eftir. Mér finnst þeir líklegri til að vera góðir heldur en sjálfumglaðir hóru-strákar sem allar stelpur vilja. Hættiði bara að hugsa svona mikið um útlitið á strákunum og reyniði að kynnast þeim!

Fyrir ykkur ”Ég þoli ekki þegar stelpur kvarta endalaust og væla í mér-stráka, Sko, mjööög margar stelpur eru þannig að þær vilja finna umhyggju. Þær vilja vita að ykkur þykir vænt um þær. Ef þær tala um fyrrverandi, hlustiði bara og verið þarna fyrir þær. Nema að þær séu alveg óhemju pirrandi, þá hættiði bara með þeim eða whatever C: Það eru til margar stelpur sem eru góðar, skynsamar og kannski bara alveg eins og þið viljið hafa þær. Hættiði bara að vera svona uppteknir af brjóstaskorum og skinkum og finnið bara almennilega stelpu^__^

En já, það eru náttúrulega til yfirborðskenndar stelpur, leiðinlegir strákar og so on! En við ættum ekkert að velta okkur uppúr því, nema ef þið viljið svoleiðis fólk. [Sem mér þykir hæpið]

Takk fyrir að lesa þennan asnalega og óútpælda pistil xD
“You cannot hate other people without hating your self”