Ég er búin að vera með kærastanum í 2+ ár. Hann er mjög góður við mig og alveg yndislegur strákur. En… stundum finnst mér eins og eitthvað vanti í sambandið. Eins og tilfinningarnar séu hægt og rólega að dofna. Ég elska hann og mér þykir svo vænt um hann en ég get ekkert að því gert að tilfinningarnar eru bara ekki eins sterkar og þær voru. Ég er búin að reyna að líta framhjá þessu í sirka 1-2 mánuði en þetta böggar mig rosalega. Hvað get/ætti ég að gera?