Sennt inn fyrir notanda.Ég er búin að vera að hitta stelpu í 4 vikur, við erum búin að sofa saman nokkrum sinnum og mér líður eins og hún vilji fara með þetta í samband, málið er hins vegar að ég hef engan tíma fyrir hana útaf skólanum. Undir venjulegum kringumstæðum væri ég til í að halda áfram að hitta hana. Svo er annað vandamál, hún er sæt, skemmtilegt og í rauninni er allt frábært við hana en þrátt fyrir það þá er ég ekki mikið hrifin af henni (finn í rauninni ekkert fyrir hrifningu), ég var að vona að það kæmi bara þegar ég væri búin að hitta hana lengur en ég hef bara engan tíma til þess eins og ég sagði áðan útaf skólanum.

Ráð væru mjög vel þegin :)
Moderator @ /fjarmal & /romantik.