Ég hélt alltaf að þessi strákur væri bara æði, áttum svo margt sameiginlegt og hann var alveg ótrúlega góður. En hann er svo ótrúlega feiminn. Og nei þá er ég ekki að meina krúttlega feiminn! Hann þorir ekki að líta á mig þegar við mætumst, segir aldrei hæ af fyrra bragði, og tekur sveig framhjá mér svo við mætumst ekki á skólagöngunum. Það finnst mér bara fáránlegt. Please, grow some balls!
Ég veit að hann er hrifinn af mér, og ég var alveg til í hann, en núna bara nei takk. Ég er búin að taka fyrstu skrefin, og vonaðist að hann myndi mæta mér einhvern tíma, en svo virðist sem að hann forðist mig bara. Mér finnst þetta svo undarlegt. Aldrei hitt neinn strák sem er svona vandræðalega mikið feiminn.
Strákar sem lesa þetta, látið reyna aðeins á ykkur. Ef þið fílið einhverja, gerðið þá e-ð í því, og farið aðeins út fyrir ykkar “comfort zone”…