Svona fyrst þegar maður er að hitta gellu allavegana… ég er mjög góður í því að flirta og stríða aðeins en svo er ég ekki alveg með það á hreinu hvernig maður á að haga sér þegar maður er kominn í þetta að ætla að hitta stelpuna. Á maður að hætta alveg stríðninni og fyndninni og verða allt í einu svaka djúpur og rómantískur eða er ekki bara betra að gera meira af því sama (því sama og varð þess valdandi að hún fékk áhuga fyrir mann), og reyna kannski að koma einhverri rómantík þarna inn á milli.