Mig langaði að skrifa þráð.
Kannski meira til að segja frá mínum sambandslitum og sambandi og mér fannst þetta henta best þó ég sé ekki í ástarsorg held ég.

Við hittumst fyrst í september 09 og vorum byrjuð saman í des/jan. Ég var svo hrifin af honum að ég var algjörlega að tjúllast. Enda var þetta fyrsti strákurinn sem var eitthver alvara í. Hann er 7 árum eldri en ég svo átti erfitt með að segja pabba mínum frá því en ég gerði það og það var allt í lagi auðvitað. Þar sem ég var 18 ára þegar við kynntumst.

Sambandið var æðislegt fyrst, æðislegt kynlíf, kossar, stefnumót, hangs og hitta vini hans, djamm og kynnast betur og betur. Í mars/apríl var ég eiginlega flutt inn til hans. Já það er snemma en ég veit að ég hefði ekki gert neitt öðruvísi þar sem ég vann nálægt honum og byrjaði að vera þar og dótið mitt færðist hægt og rólega til hans. Um sumarið ákvað ég að hætta í vinnunni minni sem ég elskaði en ég vildi fara í skóla og gera eitthvað annað. Allt fór í stress hjá mér að fara í þessum breytingum að eiga ekki pening til að hugsa um sjálfan mig. Sem betur fer fékk ég aukavinnu í október.

Í haust byrjuðum við að fjarlægjast mikið. Mig langaði helst bara að vera í tölvunni eða hanga nennti eiginlega ekki að gera neitt með honum og vildi helst að hann væri eitthverstaðar úti svo ég gæti verið ein heima með kettinum okkar sem ég sakna svo mikið btw. Mér var byrjað að líða illa, kynlífið var sama sem ekkert og ef það var eitthvað þá fannst mér það leiðinlegt og vildi helst ekki gera það, við kysstumst aldrei né “cúddluðum”. Hann gaf mér heldur aldrei hrós, mér fannst það leiðinlegt því ég er með mjög lítið sjálfstraust og er svona manneskja sem þarf hrós stundum. Ég er ekkert að tala um 5 sinnum á dag, en hann hefur aldrei gefið mér hrós ef ég pæli í því. Hefur kannski sagt við mig 2 sinnum að ég sé sæt en ég held samt ekki.

Hann ákvað að hætta á þunglyndislyfjunum sem hann var á og þá auðvitað fór honum að líða illa og þá fór mér líða illa. Hann er svo lokaður og talaði aldrei við mig og getur aldrei tjáð tilfinningar sínar sem er erfitt í sambandi. Hann þarf ekkert að vera væmin en ef ég fór að ræða málin eins og að við værum aldrei að gera neitt saman, eða kynlífið væri leiðinlegt eða annað þá bara sagði hann ekkert var bara svona jáááá.

Mér hefur liðið mjög illa síðustu mánuði, ég grét mikið og langaði svo að fara. Held það hafa verið þægindin að búa heima hjá honum sem var mjög nálægt skólanum mínum og nýju vinnunni sem hélt mér þar. Ég hugsaði með mér að það væri ljótt af minni hálfu að vera þarna bara útaf hvar hann býr. Ég er ekki manneskja sem nota fólk og vildi ekki vera að rugla í honum.

Á aðfangadag var ég heima og ég grét allt aðfangadagskvöldið og ég vissi ekki afhverju. Held það hafi bara verið bældar tillfingar. Því ég var ekkert búin að tala við vini mína né fjölskyldu um þetta. 3 dögum eftir jólin sprakk ég. Við fórum að tala saman og hann spurði mig hvort þetta væri búið og ég játaði. Við grétum bæði mjög mikið því þetta var svo unreal því þetta gerðist allt í einu. Hann var ekki að búast við þessu en vissi samt að ég væri ekkert voðalega hamingjusöm og öll ást sem var á milli okkar var löngu dauð.

Næstu daga grét ég mikið og eyddi áramótunum mínum í sófanum grátandi og hugsa um hvað hann væri að gera og hvort hann væri að sofa hjá annari stelpu. Ég held að ég hafi grátið það mikið að ég hafi algjörlega grátið fyrir síðustu mánuðina sem mér leið svona illa. Ég saknaði að vera heima hjá honum í góða ruminu okkar með sætu kisunni okkar. En saknaði beint ekki sambandsins. Næsta dag talaði ég við hann og hann var víst mjög fullur en gerði enga vitleysu. Ég er mjög afbrýðisöm týpa og sagði honum að ég veit ekki hvort ég myndi höndla það ef hann færi strax útá markaðin því ég er ekki tilbúin fyrir það, hann sagði að hann væri heldur ekki tilbúin í að ég myndi gera hið sama.

Ég hef ekkert grátið síðan á áramótunum og ég hef hugsað “vá ég hélt ég myndi vera sárari en ég er núna”. Kannski ég hafi verið búin að undirbúa mig fyrir þessi sambandslit svo þegar hann hringdi í mig þá grét hann og er búin að vera heima hjá mömmu sinni því hann getur ekki verið heima hjá sér í tómri íbúðinni. Ég semsagt fór 2. Janúar og sótti allt dótið mitt, og þá grét hann mikið og vildi halda utan um mig og halda í hendinna á mér. Þá sá ég að ég er eina manneskjan sem hann getur grátið fyrir framan og er loksins að sýna eitthverjar tilfinningar. Hann sagðist bara vera að hugsa um hvað hann hefði geta gert betur. En ég held að það sé ekki málið, því ástin var farin og það er ekki hægt að laga það ég meina hverjar eru líkurnar á því að maður verði með fyrsta makanum út ævinna.

Ég sakna hans samt og langar að knúsa hann því hann er besti vinur minn. Þetta samband var orðið meira og minna þannig “2 bestu vinir að búa saman”. Það er ekki gaman ef þetta á að vera samband. Það var líka erfitt að koma aftur heim og þurfa að fara aftur í gamla harða rúmið mitt haha. En mér líður betur núna, miklu betur. Hlakka til að fara í skólann þó ég þurfi að vakna eldsnemma til að taka strætó og hanga í skólanum í eyðum. Það er bara eitthvað sem ég þarf að gera eins og margir aðrir krakkar gera. Eina sem ég hugsa um er hvernig honum líður. En ég verð að sitja mig í fyrsta sæti og hugsa um hvernig mér líður ekki alltaf honum eins og ég gerði oft í þessu sambandi. Vildi helst ekki hætta með honum útaf ég vissi að ég myndi særa hann.

Ég veit um stelpur/stráka sem hafa verið í samböndum sem þeim líður hræðilega í. Bara því þau þora ekki að fara í breytingar, eða vera á lausu eða særa hina manneskjuna. Mæli með því að hætta samt með manneskjunni í rólegheitum og útskýra mál þitt því hinum aðilanum langar ekkert að manni líði svona illa.

Við ætlum að reyna að vera vinir, þegar við erum búin að “komast” yfir hvort annað. Veit ekki hvað það tekur hann langan tíma en ég gef honum allan tíma í heiminum því ég elska hann svo mikið sem vin.

Ef eitthver las þetta þá já endilega kommenta haha. Þetta er bara ég að “pour my feelings”.
Tell your boyfriend if he says he's got beef,