Best að koma sér bara að efninu.
Í sumar var ég fáránlega hrifin af strák, og hann hrifinn af mér en við vorum of feimin og ekkert gerðist. Ég hef ekkert hitt hann eftir að ég flutti lengra í burtu, og hélt ég gæti gleymt honum.
Þegar ég byrjaði svo í skólanum kynntist ég öðrum strák og það er búið að vera svona e-ð í gangi, og munaði mjög litlu fyrir jólafrí. Þá var “sumarástin” gleymd, og ég hugsaði bara um “skólastrákinn”.
En núna fyrir stuttu fórum við aftur að spjalla, sumarástin mín og ég. Og einhvernvegin hætti mér að finnast skólastrákurinn spennandi, og hélt hann væri ekkert til í mig. Neinei, svo var hann að segja mér núna að honum fyndist ég ótrúlega sæt og væri hrifinn af mér.

Staðan núna : Ég er ennþá hrifin af sumarástinni, og skotin í skólastráknum (vá spes nickname á þá), og held báðir, allavega annar þeirra hrifinn af mér til baka.

Ég veit ekkert hvað ég á að gera, þarf allt í kringum mig að vera svona flókið? >_