Ég þarf eiginlega ekki beint ráð en öll álit eru vel þegin. Þetta er svona meira til að koma þessu frá mér.

Þannig er að ég er búinn að þekkja eina stelpu í eitt ár og það má segja að við vinnum saman. Mér hefur alltaf fundist hún sæt og skemmtileg en hugsaði aldrei að hún væri einhver sem ég myndi vilja deita því að hún hefur alveg sína galla og við erum ekkert svona augljóst „fit“.

Svo núna fyrir svona mánuði síðan skulum við orða það þannig að það gerðist soldið sem varð til þess að ég fór að finna fyrir tilfinningum í hennar garð og fyrir svona tveimur vikum síðan fór ég að átta mig á því að ég væri að falla fyrir henni. Mér er alveg sama um þessa galla hennar og mig langar bara að vera með henni.

Það er þar sem málin flækjast. Við kunnum vel við hvort annað og höfum sömu áhugamál en það hefur aldrei neitt milli okkar bent til þess að við ættum saman. Við höfum aldrei eytt neinum tíma saman án þess að „þurfa“ þess. Það má því segja að miklar líkur séu á því ég sé fastur í friends-zone. Ég veit ekki hvort hún hefur einhvern frekari áhuga á mér en veit að hún metur mig sem vin. (Reyndar frétti ég að samstarfsfélagar okkur héldu að eitthvað hefði gerst á milli okkar. Hvernig sem þeim datt það í hug) Og til að toppa allt þá þurfum við eftir áramót að vinna saman tvö ein að verkefni.

Venjulega þá myndi ég alveg vita hvað ég ætti að gera. Bara spyrja hana beint út hvort hún hefði áhuga eða hvort hún sæji okkur fyrir sér saman, right? En það er ekki svo auðvelt hér því að ef hún hefur ekki áhuga (sem er mjög stór möguleiki) þá yrði þetta svo vandræðalegt uppá framtíðina. Hvort ætti ég að þegja og láta tilfinningarnar fjara út eða taka áhættuna á vandræðaleikanum….


Bætt við 11. nóvember 2010 - 21:26
Hún sagði nei. En það er allt í lagi, held þetta verði ekkert vandró.