Jæja, hélt ég myndi aldrei fara á huga og skrifa um þetta.. enn

Það er nefnilega það að ég hef alveg verið yfir mig hrifin af strák og þriðja árið er liðið síðan við byrjuðum að deita.. það er mjög erfitt að útskýra hvernig þetta er og var hjá okkur, en við höfum verið í svona haltu mér - slepptu mér sambandi.
En á þessum tíma hefur mér held ég aldrei liðið jafn illa! Eins og ég hélt að ást væri, alltaf eintóm hamingja, er þessi tilfinning langt frá því að vera þannig :/
Hann hefur verið að koma fram við mig eins ég sé skítur undir fótum hans en ég veit ekki afhverju ég gef honum alltaf tækifæri :s
Held ég sé bara föst í þessum bransa, fyrirgef honum alltaf og hann gerir einhvað, fer frá mér, kemur aftur, grætur og biðst afsökunar og svo aftur hring eftir hring..
En það er bara einhvað svo erfitt að slíta þessu.. hef reynt það marg oft. Og svo loksins þegar ég er komin svona nokkurnveginn yfir hann þá kemur hann aftur og biður mig að fyrirgefa sér þá fer allur kjarkurinn..

Ég bara veit ekki hvað ég á að gera.. þetta er svo rosalega erfitt :/ Hann er búinn að vera að sms-ast við mig.. og heimskinginn ég hitti hann í seinustu viku en hef ekkert heyrt í honum nýlega. Er bara ráðalaus og væri til í einhvað ráð til að láta mér líða betur og hvað ég á að gera ..
Nenni ekki að fá skítakomment um hverssu heimskt þetta er.. vinkonur mínar sjá um það, vona bara að ég fái einhver betri ráð hér.. kannski frá einhverjum sem hefur verið að lenda í því sama