mig vantar smá ráðlagningar… en þannig er mál með vexti að samband mitt og kærastans míns virðist vera að fara í rúst.. en ég elska hann samt alveg óendanlega mikið en það sem er að fara með þetta samband er hans erfiðleikar.. þar sem hann er orðinn týndir og ráðalaus og hann veit ekkert hvert hans líf er að stefna núna… hann er búinn að vera atvinnulaus alltof lengi og það er að fara með hann. en núna vil ég vita hvað ykkur finnst ég geta gert til þess að hjálpa honum… bjarga honum úr þessari “sálarprísund” sinni. ath hann vill út ég vil reyna og síðan þegar ég sleppi þá vill hann aftur reyna en samt finnst mér eins og það vanti e-ð frá honum…

sem dæmi við hættum saman í ca viku. þegar ég fór út þá hringdi hann eða sendi tilganslaus sms.. þegar við ætlum út á djammið sem að hann vildi að við færum saman út á,, þá nennir hann alltíeinu ekki út og vill að við tvö eigum rómantískt kvöld heima saman…

ég er í raun tilbúin að gera allt sem ég mögulega get gert til þess að bjarga honum og bjarga þessu sambandi

en ég vil samt ekki vera að hanga til lengdar í sambandi sem að aldrei mun ganga