Hæ, og góðan daginn gott fólk, ég heiti Eva og er 17 ára gömul.! og ég þurfti að spurja ykkur hér á huga um eitt sem ég hef sjálf verið að pæla mikið í!

Svo er málið að ég er nýbyrjuð með strák sem er þrem árum eldri en ég sjálf og hann á strák úr fyrra sambandi! Það er allt í góðu, en þegar við vorum fyrst að kynnast sagði hann mér frá alskins sögum og hlutum sem hún gerði fyrir hann og það sem þau gerðu saman og hvað þau voru ástfanginn og ect…
Málið hjá mér er að hann er rosalega fínn strákur og ég elska hann útaf lífinu en þetta fyrra líf sem hann átti gerir mig rosa ruglingslega og ég veit ekki alveg hvernig ég á að höndla það? ég vildi bara fá að sjá hvernig sjónarhornið er hjá ykkur og hvað þið sjáið útúr þessu hjá okkur?