hæ, ég er búin að vera í sambandi með náunga í nærrum því 4 mánuði. tek það framm ef það skiptir eitthvejru máli þá er hann 5 árum eldri en ég, ég lít ekki á hann bara sem kærastann minn heldur líka sem mjög mjög góðan vin, við eigum oft djúpar samræður um allskonar hluti, ég get bókstaflega sagt honum allt og hann mér allt. við búum ekki saman eða neitt svoleiðis, ég er nýbyrjuð í menntaskóla sem er svoldið í burtu þaðan sem hann býr(ég er semsagt 16), tekur 1 til 1 og hálfan tíma að keyra á milli, við sjáum hvort annað max á 2 vikna fresti stundum fyrr og stundum stoppa ég hjá honum í viku, eða eina helgi.
Hér er eiginlega aðal pointið, við erum bæði mjög afbrýðissamar týpur. mér finnst mjög óþæginlegt að vita af honum með eitthverjum gellum eða í partýi með fullt af stelpum(sem hann þekkir alveg samt og hefur gert það lengi eða allavega sumar) hann á alveg vinkonur en ég fæ alltaf svona óþæginlega tilfinningu og spyr sjálfa mig, hvað ef hann heldur framhjá(hann samt vinnur mjög mikið). Og þetta er eins hjá honum, hann hatar að vita af mér með eitthverjum körlum eða strákum á rúnti t.d. eða balli jafnvel á vistinni. Við höfum rætt þetta oft okkar á milli og við erum ekki beinlínis týpurnar til að halda framhjá, Okkur þykir vænt um og elskum hvort annað voða voða mikið og við viljum helst ekki missa hvort annað, hann er skít hræddur við að ég sé í menntó núna og hann hugsar oft að hvað ef ég vildi eitthvern annan yngri en hann, og ég auðvitað segi við hann að ég vilji engann annann sem ég meina. svo ætli við séum ekki afbrýðissöm því við erum skít hrædd við að missa hvort annað eða eigum pínu erfitt með traust? dno..
hann var og hefur aldrei verið þessi sambandstýpa(er 2 samband hans), hann er mjög hræddur við skuldbindingu því hann vill ekki vera særður og hann vildi meira þetta frelsi áður fyrr að vera einn, en eftir að hann hitti þá vildi hann mig meira en frelsið við að vera einn og fá hverja sem er. hann er mjög nice manneskja og lýgur aldrei og er frábær. ég aftur á móti er þessi sambandstýpa og hef verið í 2 samböndum áður og bæði skiptin ekki gengið og var mjög mikið særð og þetta samband mitt er það innilegasta og tilfinningalegasta samband sem ég hef verið í og hans as well.
er þetta hræðsla við að missa hvort annað og bara vilja hafa hvort annað hjá hvor öðru eða?…. ég veit ekki, mér leiðis og hef bara ekkert að gera en að skrifa þennan tilgangslausa þráð til að tjá mig pínu.
thank u for reading this.
(og ef þið viljið gefa skít í þetta endilega haldið skítköstunum fyrir ykkur sjálf. )