sælir Hugarar

ég er búinn að vera með kærustu minni núna í ár, við hættum saman í einn dag fyrir nokkrum mánuðum og ástæðan fyrir því var útaf því að eg er nýbyrjaður í menntó og vil skemmta mér sem mest, eins og margir segja að þetta er skemmtilegasti tími lífsins.

þegar ég fer með strákunum niður í bæ eða í eitthvað teiti þá vil ég ekki hafa hana með vegna þess að mér persónulega finnst skemmtilegra að djamma án hennar og finnst gaman að láta stelpur veit mér athygli.
Mér þykir samt allveg heavy vænt um hana og þegar ég er með henni langar mig ekki hætta saman, ég get samt ekki hugsað mer annað ár með henni eða eg veit ekki ég er allveg ruglaður í þessu.

Hefur einhver af ykkur lent í sömu aðstæðum og ég.


-Andri