Þannig er mál með vexti að strákavinum minum og kærasta mínum líkar rosalega illa. Ekki það að þeir séu mikið saman en þegar þeir hittast þá er bara vesen.

Eitt skiptið þá komu 3 af þessum vinum mínum að kærasta mínum niðrí bæ og byrja rífa sig og vera með leiðindi við hann.

Svo var þetta núna seinast í eyjum. Þá hitti ég eitthvað á vini mina og er að tala við þá og kæró kemur og ég fer að tala við hann. Einn af þessum strákum er virkilega ofvirkur og með mikill athyglisbrest, hann byrjar að tala einhvað við kæró og spyr hvort hann sé leikari. Hann segir nei nú ? Þá segir hann nei bara þú ert svo líkur Shrek. Kæró segir við mig má ég berja vini þín ? Ég náttúrulega segi nei en áður en ég veit af þá er kæró búin að kýla strákinn. Vinir mínir voru þarna allavegan 5 á móti honum einum og ég reyni að koma á milli þeirra . Ég segi kæró að labba í burtu en strákarnir elta. Svo löbbum við að löggunni og þeir elta. Löggan segir labbiði bara í sitthvora áttina. Ég og kæró löbbum uppá tjaldstæðið og ætlum bara að ná í dótið okkar og fara. En þegar við erum að koma þangað þá sjáum við að þeir eru að elta okkur . Það er kominn einhver annar gaur með þeim sem tekur upp útileigustól og ætlar að berja kæró með. Eg segi honum að hlaupa upp að gæslunni . Endar á vinirnir fara í burtu. Þeir segjast ætla hefna sín í sms og kæró langar það sama.
Vinir mínir eru oftast nær fínir gaurar en þegar það kemur að kærasta mínum þá eru þeir alveg úti að aka. Þeir eru rosalega harðir reyndar og oft mjög miklir með sig. Mér grunar án þess að ég viti það að einn eða tveir af þeim séu hrifnir af mér .
Kærastinn er mjög fínn gaur sem er oftast á móti slagsmálum og finnst þau asnaleg. Honum finnst þessi vinir mínir mjög kjánalegir gaurar og vill ekkert með þá hafa. En finnst núna mælirinn fullur.
Hvað get ég gert í þessari aðstöðu sem ég er komin í ? Sé fram á það að þeir séu að fara í heljarinnar slagsmál.


Bætt við 4. ágúst 2010 - 14:16
Ég leyfi þeim ekkert að fara svona með hann.Bara ég er ekki að fíla að það verði bara endalaust vesen þarna á milli. Eiginlega það sem ég flóknast við þetta er að ég og þessir strákavinir minir erum buin að halda hópin síðan í grunnskóla. Núna erum við nánast öll saman í framhaldsskóla nema ofvirkigæinn og plús 3 mjög fínir strákar og kærasta eins stráksins sem er mjög almennilegur. Sem sagt erum við sirka 10 mannavinahópur ég er eina stelpan fyrir utan þessa kærustu vinar míns.
Allt í einu urðu bara 4 af þessum strákum í vinahópnum of svalir fyrir lífið. En það er bara erfitt að þurfa að gefa skít í þá því erum saman í skóla. Þó svo að þeir eru búnir að haga sér einsog fávitar , þá vil eg bara ekki meira vesen