Hæ, ég er í pínu vandamálum.
Það er strákur sem ég er búin að vera nokkuð mikið að umgangast upp á síðkastið, sem ég er orðin nokkuð hrifin af.

…Málið er bara að þetta er alveg yndislegur strákur, sem ég á nokkuð erfitt með að átta mig á því hvort að ákveðnir taktar sem hann sýnir séu dæmi um samkynhneigð, eða bara það að hann kemur úr sveit og hefur hlotið kjarngott uppeldi.

En hann s.s. er nokkuð “afalegur” í sér og kallar alla “elskur”, “vinur/vini” o.s.fr. …Eitthvað sem maður hingað til hefur tengt við Samkynhneigð, því þetta er því miður ekki eitthvað sem maður sér flesta stráka í dag svo mikið sem þora að segja að ótta við einhvern “hommastipmil”.

Ég er nú ekki beint góð í þessum bransa, en er ekki eitthvað sem ég get haft í huga upp á það að gera ef svo vildi til að þetta væri einstaklingur enn þá inni í skápnum, sem gæti skorið út????

Ráð vel þegin, með fyrir fram þökk…
Það er enginn tilgangur með lífinu ….það ert þú sjálf/ur sem skapar hann