Góðan daginn. Ég vildi deila með ykkur einu vandamáli mínu og fá hlutlaust álit á þetta.

Málið er að ég þjáist oft af gríðarlegri meðvirkni. Fyrir þá sem ekki vita hvað meðvirkni er, þá er það hugsun fólks þegar það hugsar um hvað öðru fólki finnst um það sjálft.

Ég þjáist af slíku en bara í kringum fólk sem mér þykir vænt um. Það er eins og ég þurfi gjörsamlega að fá 100% “love treatment”. Ef fólk segist ekki mega vera að því að tala við mig vegna e-rs, þá held ég umsvifalaust að það sé útaf því að það vill það ekki. Jafnvel þótt það hafi oft sagt að því þyki vænt um mig og þyki ég æðislegur og svona. Þetta nagar svolítið líðanina mína í kringum fólk og hefur minnkað svolítið sjálfstraustið mitt.

Gott dæmi er þegar ég spyr vinkonu mína með t.d. SMSi hvort ég megi hringja í hana seinna um kvöldið og fæ svarið “Ég get það ekki, er upptekin :/”, þá fæ ég umsvifalaust tilfinninguna að hún vilji bara fá pásu frá mér því við höfum talað mikið saman uppá síðkastið í gegnum t.d. MSN. (Búum töluvert frá hvort öðru þannig að símhringingar, SMS og MSN eru aðal samskiptin okkar á milli.)

Á 3 vinkonur sem eru allar vinkonur sjálfar og stundum kemur fyrir að þær segjast vera uppteknar eða svara mér ekki eða e-ð slíkt og þá byrja ég að hugsa með mér að þær séu komnar með “ógeð” af mér og séu að tala sín á milli að ég sé alltaf svo uppáþrengjandi því ég tala svo mikið við þær án þess að þær nenni því þar sem að stundum sýna þær ekkert alltof mikinn spjalláhuga í sínum samtölum. (Þar sem ég á frumkvæðið af samtölum okkar í svona 99% tilvika).

Þá þarf ég alltaf að fara að minna sjálfan mig á að þetta sé minni meðvirkni að kenna.. “Nei, Gísli minn, þú ert ekki of uppáþrengjandi eða neitt slíkt. Þú ert einfaldlega ekki einn í heiminum og þú getur ekki ætlast til þess að þær svari þér alltaf og geti alltaf haft tíma fyrir þig. Þær eiga sér líf og setja þig ekki í algjöran forgang alltaf.”

(Vil taka það fram að ég heiti ekki Gísli, ég bara tók eitthvað nafn sem dæmi, og já, mér finnst það áhrifaríkara að tala við sjálfan mig í 2. persónu :) )

2 þeirra hafa verið í burtu í svolítinn tíma og ekki verið í internet sambandi nema bara kannski 1x í mánuði eða e-ð og ég er farinn að halda að það hafi haft veruleg áhrif því það hefur lítið sem ekkert komið fyrir samskiptin á milli mín og 3. manneskjunnar og ég hef lang minnstar áhyggjur af því. Ég tala samt við hinar í SMSum og símhringinum stöku sinnum.

Ég s.s. má hreinlega ekki fá höfnun af neinu tagi, þá er ég farinn að ásaka sjálfan mig, en ekki farinn að líta rétt á þetta og segja að hún hafi gilda ástæðu. Það er ekki eins og ég sé að fá þvílíka höfnun um ástarsamband eða eitthvað slíkt.

Eins og þið sjáið kannski, þá átta ég mig á vandamálinu sem tengir þessa vanlíðan mína. En nú er spurningin hvernig ég get breytt þessu viðhorfi mínu og horft til betri vegar? :) Eru einhver ráð þarna úti sem geta hjálpað mér? =)
Tell your boyfriend if he says he's got beef,