Sæl veri þið, long time no see :)

er í smá vafa með hvað ég á að gera, þannig er það nú að mín fyrrverandi hélt framhjá mér, ekki einu sinni heldur tvisvar, í eitt skiptið þegar við vorum saman á hátíð úti á landi og í annað skiptið þegar við vorum í heimabæ hennar og ég var hjá félaga mínum að spila.
Fyrsta skiptið gerðist þannig að ég og félagi minn vorum í partýi í þessum tiltekna bæ og hún segist vera að fara á rúntinn með “frænda” sínum, ég er alls ekki afprýðissöm manneskja en mér fannst eitthvað smá svona “shady” við þetta en, hún spyr mig hvort hún megi ekki örugglega fara og þar sem ég ræð ekkert yfir henni og hún hefur frjálsan vilja gef ég að sjálfsögðu grænt ljós. Við félagarnir krössum í þessu partýi og náum í hana daginn eftir, ég spyr hana hvort það hafi verið gaman í gær og hún svarar mér með mjög sérstöku augnarráði “jú, rosalega, fórum bara á rúntinn og eitthvað, ég ákvað bara að gista hjá honum, vildi ekki vera að vekja ykkur”. Það er á mörkunum um að ég trúi henni, en hún sagði að þetta hefði verið frændi hennar, svo ég hef ekkert í höndunum til að efast um. Eftir þetta kvöld leið mér ömurlega, ég einhvernveginn skynjaði að eitthvað hefði gerst sem átti ekki að gerast, svo við styttum ferðina um 2 daga og höldum heim á leið, þar skilum við af okkur dótinu og hún gistir heima hjá mér um nóttina. Um nóttina fæ ég ekkert action sem var frekar skrítið, því hún var frekar mikil kynvera, ég hugsa með sjálfum mér að það hún sé bara þreytt eftir langan akstur og vilji bara fara að sofa og hugsa ekkert meira um það. 2 vikum eftir fer ég til hennar og um kvöldið þann dag er mér og henni boðið að koma og spila. Við förum og þegar er liðið vel á kvöldið, þá segir hún við mig að hún ætli að skjótast út í sjoppu og ég bað hana um að ná í áfengi fyrir mig í leiðinni. Hún skreppur burt og kemur aftur einum og hálfum klukkutíma síðar og ég spyr afhverju hún hafi verið svona lengi og hún svara “æh, ég tók bara nokkra hringi líka, nennti ekki að koma strax” við erum í hóp og ég vil ekki fara að æsa mig yfir því hve lengi hún var.

Nokkrum dögum eftir þetta fæ ég senda hljóð upptöku af því hvar hún játar að hafa haldið framhjá mér með þessum “frænda” sínum og síðan um þetta umrædda spilakvöld. Ég snappa, ég bókstaflega tryllist, hún var mér allt og þetta var fyrsta stelpan sem ég get í alvuru sagt að ég hafi elskað. Ég hringi í hana og apeshitta yfir hana, fæ játingu frá henni og spyr hana afhverju hún hafi ekki sagt mér þetta. Hún svara mér því “afþví ég vildi ekki missa þig”.
Við þetta segi ég henni að þetta sé búið og núna sé eins gott fyrir hana og þessa tvo durga að vera dugleg að líta á bak við sig, því ég ætla á eftir henni og þeim báðum.

Núna vil ég vita, það er soldið síðan þetta gerðist, nokkrir mánuðir, á ég ekki rétt á hefndum?

Ég trúi sterklega á þau orð “auga fyrir auga, tönn fyrir tönn” og “I don't get mad, I get even”

mér finnst ég eiga fullan rétt skilið á hefndum og er ég komin með mjög gott plan sem nær yfir dágóðan tíma.

Þó, áður en ég hrindi þessum aðgerðum í gang, vil ég vita hvað þið mynduð gera í mínum sporum?

(stefni ekki á að nota neitt líkamlegt ofbeldi við aðgerðir!!)
Nissan Primera GX ‘97 *búið að henda*