Já, það er víst glæný spurning hérna um hvað pör gera saman á daginn en ég er forvitin um hvað þessi barnlausu gera. Sérstaklega þegar það er ýkt gott veður úti! Og það væri jafnvel fínt að fá svar um líka þegar það er vont veður:)

Ég er komin með upp í kok á þessu venjulega ,,kúra og horfa á mynd" því það virðist vera það eina sem við kærastinn gerum og ég væri til í smá meiri fjölbreytni en ég er svo hugmyndasnauð að það er ekki fyndið!

Ef þið hafið eitthvað að segja þá bara go for it! Takk :)