Við kallinn erum í smá vandamálum þessa dagana, jafnvel mánuðina bara haha. Væri gaman að heyra frá fólki sem væri kanski í sömu stöðu. Sambúð með barn. En ekkert nauðsynlegt.
En við gerum ekkert mikið saman. Erum oft bara hangandi heima í sitthvorri tölvunni.
Hvað getur maður gert? Kunnum ekkert svona. Er náttúrulega ekkert hlaupið í að fara út og svona, erum auðvitað með krakka í eftirdragi ;D

Erum komin með leið á að horfa á myndir og þætti, eða kanski ekki leið, en það gerum við næstum daglega.

Jæja komið nú með uppbyggjandi hugmyndir fyrir pör að gera saman!
Ofurhugi og ofurmamma