Ég og þessi strákur áttum æðislegt samband í 5 mánuði.
Það komu upp vandamál hjá okkur, svo við hættum saman sem tók sjúklega mikið á mig og ég varð eiginlega veik. Í kjölfari af því kelaði hann við bestu vinkonu sína sem ég var alltaf búin að vera óörugg fyrir.
Ekki entist það lengi hjá þeim og tóku þau pásu sem breytist svo í bara lok ‘sambandsins’.
Við vorum ennþá þannig séð vinir svo einhverja tvo daga eftir það segir hann við mig að ég sé ótrúlega sæt í dag, eins og hann gerði alltaf. Ég vissi ekki hvernig ég átti að bregðast við svo ég sagði bara takk og það var búið.
Sama dag, um kvöldið, vorum við að hanga hjá sameiginlegum vini okkar. Vinurinn var að spila guitar hero og ég var eitthvað að stríða honum og þykjast káfa á honum. Þá kom minn fyrrverandi og var svona að stoppa okkur og ýta mér frá. Svo seinna um kvöldið segir hann mér yfir netinu að hann hafi verið fífl að særa mig, og hann vilji mig aftur.
Ég var að bókstaflega deyja ennþá yfir honum svo ég fagna í hausnum á mér, segi samt eins og satt er að ég geti ekki treyst honum aftur.
Næsta dag er ég að hjálpa honum við ljóðaverkefni og hann er stöðugt að reyna að kyssa mig og þannig. Við tölum saman og mig minnir að við höfum reynt að byrja aftur.
Núna áðan, eftir að hafa skemmt okkur aðeins heima hjá mér ( if you know what I mean (; ) tölum við aðeins saman og ég kemst að því að hann hafi eiginlega bara verið að hugsa með typpinu.
Núna erum við í þeim vanda að ég elska hann, og hann elskar mig (eða svo segir hann) við löðumst kynferðislega að hvort öðru, en samt einhvernveginn líður okkur ekki eins og þetta muni ganga. Við viljum hvorugt særa hvort annað.
Ég veit ekki alveg hvað við eigum að gera, ég vil ekki missa hann, en ég held að hann vilji ekkert með mig hafa nema kynferðislega.
Ég vil reyna að byggja þetta upp aftur, byrja alveg frá grunni, en jafnvel þótt hann vilji eitthvað með mig hafa, er ég bara að vera heimsk stelpa sem sér ekki þegar hún á að sleppa?
Getið þið kannski komið með einhverjar hugmyndir um hvað ég get gert?