Þetta er ekki beint rómantískt!
Við búum ekki í sama bæ, 30 min akstur á milli
Ég gjörsamlega er komin með ógjeð af því að eiga kærasta sem er háður að fjölskyldunni sinni(eða stjórnað að henni). Mamma hans er einstæð og 2 eldri systur hans líka(21 og 29 ára)! Þær eru með 3 lítil börn undan 3 mönnum og eiga hvorugar bíl, skíta vinnu og hafa enga menntun og 4 barnið er á leiðinni undan 4 manninum! (halló notiði getnaðarvarnir, 4 one night stand í röð er aðeins of mikið)

Hann þarf að vera karlmaðurinn í lífi þeirra allra og sinna hinu og þessu fyrir þær og passa börnin, og hann gerir allt fyrir þær og er voða góður bróðir og sonur.
Svo þarf hann endilega að vera í 2 fótboltaliðum og blakliði líka!..þannig hann er alltaf upptekin í íþróttum og vinnu.

Ég vil hafa hann útaf fyrir mig, og ég þoli ekki að þurfa að pússla einhverjum smá tima til að hittast eða berjast um að hafa hann í smá stund. Ég bara þoli ekki fjölskylduna hans og ég þoli ekki systur hans og ég þoli ekki börnin þeirra.
Foreldrar mínir eru alltaf til í að keyra mig til hans en mamma hans og pabbi vilja ekki taka þátt í neinu tengt okkur og lána honum ekki einu sinni bílinn, ég er reyndar einkabarn, en ég vildi bara að hann sýndi mér meiri athygli og myndi frekar vilja vera með mér!

ég er bara svo abbó og ég vil hafa hann útaf fyrir mig, ekki sinnandi fjölskyldumeðlimum endalaust. Finnst einsog ég sé í svona 3. sæti yfir hluti sem ganga fyrir. Ég fæ bara svo litla athygli, einsog hann muni ekkert eftir mér og ég sé sjálfsagður hlutur
Ég er svo pirruð að ég varð að koma þessu út! Endilega segið mér hvað er að mér og hvað ég get gert eða reynt að útskýra fyrir honum, ég er ekki að meika þetta lengur :(:(
kv.