Ég bara skil ekkert í spurningunnii “Hefðir þú getað haldið framhjá makanum þínum einu sinni ef hann/hún kæmist ekki að því?”

Erum við þá að tala í þátíð, fyrir mörgum árum og þá svona: “Hefðir þú getað haldið framhjá maka þínum (fyrir mörgum árum?!) ef það væri pottþétt að hann/hún myndi aldrei vita af því?”

Eða er verið að tala um “Hefðiru getað haldið framhjá maka þínum í eitt skipti ef það væri pottþétt að hann/hún kæmist aldrei að því”

Hvað er þetta “hefðir þú getað?” og “einu sinni”, hvurslags spurning er þetta eiginlega? Hefðir þú getað og af hverju í þátíð? Get ég það þá ekki núna eða? Hvað er það að geta haldið framhjá? Annað hvort helduru framhjá eða ekki, hefur ekkert með getu að gera.

Þetta er bara með fáránlegustu könnunum sem ég hef séð, einhver vinsamlegast útskýra hvað í andskotanum er átt við?

Bætt við 12. maí 2010 - 12:04
Ég svaraði könuninni samt neitandi vegna þess að ég hef ekki haldið framhjá og ætla mér ekki að gera það. En ég get það alveg ef mig langar til þess…