Ég einhleyp um tvítugt, u.þ.b 2 ár síðan ég sagði fyrrverandi upp og við vorum saman í tæplega 2 ár. En við erum búin að vera lengur “sundur” heldur en saman. Og hann er m.a.s fluttur 5klst í burtu! og við tölum lítið saman. Við höfum alveg bæði verið með fólki inni á milli - en bara í sitthvoru landinu. En mig er nú alveg farið að langa í samband hérna á klakanum. og fyrrv er alveg út úr myndinni.

Ég hef lítið spáð í gaurum fyrir alvöru nýlega, aðallega því ég var eiginlega aldrei á landinu. Nú þegar ég er loksins komin heim til að vera, er ég aðeins byrjuð að skoða möguleikana. Svo “fann” ég fyrir nokkrum vikum gaur sem ég væri alveg til í að kynnast, og var boðið með sameiginlegri vinkonu í chill til hans. Ég mæti á staðinn, og þar er minn fyrrverandi sem fylgihlutur annars stráks. frábææært…

Ég og hinn gaurinn vorum bara að flörta, og svo fórum við öll út á skemmtistað þar sem ég og hann vorum að dansa! Það var mjög saklaust, og mjög normal á laugd.kvöldi!!! Þá sá ég fyrrv mjög nálægt okkur og STARÐI á okkur, með þessum ótrúlega eymdarsvip, og var ekkert að fela það!! ég fann nánast andardráttinn! Hann var svona eins og svangur hundur að betla við matarborð… Hann starði á okkur þangað til ég fór bara heim.

Ég er ekki að segja að það hafi verið rosalega mikilvægt fyrir mig að dansa við þennan strák, en ég vil hafa frelsið til þess að dansa og daðra við hvern sem ég vil hvenær sem ég vil, án þess að fyrrverandi eða neinn annar skipti sér af! Alveg eins og hann var að kyssa e-a gellu í partýi heima hjá mér! Mér var sama, hann má lifa sínu lífi og ég mínu - ég skil ekki af hverju honum var ekki bara sama og lét mig í friði! En hvorugt okkar segir orð við hvort annað.
Veit einhver hérna hvernig maður leysir svona?
-Pláneta.