Hvað er eiginlega málið með pör og að trúlofa sig?
Félagi minn er búinn að vera með stelpu í ár núna og hún spurði hann “Eigum við ekkert að fara að trúlofa okkur” og hann sagði “Ehhh nei það er bara ekkert á dagskrá nærri því strax, Kannski eftir svona 2-3 ár”
Þá sagði kærastan hanns “Æjjj ég var bara ða pæla af því ***** og **** eru búin að því”
Og þetta par sem stelpan þekki eru búin að hætta saman 3svar bara á þessu ári og eru alltaf að byrja saman og hætta saman. HVAÐ ER MÁLIÐ? Er í alvöru fullt af pörum að trúlofa sig af því bara?
Skil ekki af hverju það er svona mikið af fólki að trúlofa sig eftir 3-6 mánaða sambönd en eru samt alltaf að hætta saman og byrja saman en samt trúlofuð?

Mér finnst trúlofun einhvernveginn vera að missa sitt raunverulega gildi því það eru ALLIR að trúlofa sig! Jafnvel par sem er 93-94 módel.
Ef þetta heldur svona áfram þá verður trúlofun búin að missa gildi sitt bara á allra næstu árum. Maður trúlofar sig ekkert af því bara, til þess að vera eins og eitthvað annað par.

Í guðs bænum reynum nú að halda trúlofun sem merkilegum viðburð og látum þetta ekki missa sitt raunverulega gildi, það fer að gerast nefninlega.
Cinemeccanica