Þetta er bara svona smá “létta af mér”, útaf því ég get eiginlega ekki lagt það á vini mína að hlusta á vælið í mér lengur.

Ég átti semsagt kærasta í 8 mánuði, og elskaði hann útaf lífinu. Málið var bara að við þurftum að hætta saman, þetta var bara að fara með mína geðheilsu og svo framvegis.

Er bara búin að reyna að halda mér uppteknari síðan.. svona til að hugsa ekki um hvað ég sakni hans mikið og svo framvegis, og það hefur gengið svona ágætlega.

Eníhúú.. Hann var samt oftast alltaf til staðar fyrir mig. Og ég sá hann áðan í fyrsta skiptið í þrjár vikur.. Og hann gaf mér þetta “guð hvað ég þoli þig ekki” look .. og ég er bara komin með þennan sting í magann af söknuði. Vissi ekki að ég gæti saknað hans svona mikið! Bara, ég sagði honum allt og það er svo skrítið að manneskjan sem einu sinni var mikilvægasta manneskjan í lífi mínu tali ekki við mig lengur og ég get ekki verið til staðar fyrir hann.

Úff hvað ég sakna hans ..
Ai, no mames!