jæja…þannig er mál með vexti að einn besti vinur minn var að byrja með stelpu og hann er yfir sig ástfanginn og mjög hamingjusamur :) ég er auðvitað mjög ánægð fyrir hans hönd og líkar mjög vel við stelpuna sem hann er með en málið er að ég veit hvernig er að vera kærasta stráks sem á bestu vinkonu..ef þið skiljið..og ég var oft mjög afbrýðisöm. Ég held mig að sjálfsögðu innan markanna sem mér finnst vera, af virðingu við hana, og reyni eftir bestu getu að vera indæl við hana en ég held bara að henni líki ekki svo vel við mig…einhver ráð?

Einhver í sömu stöðu? eða í stöðu kærustunnar eða vinarins? :)

Bætt við 13. febrúar 2010 - 12:41
sálfræðin gerir mér lítið gagn hérna, ég er búin að margfletta í allar bækurnar mínar en finn ekkert til að hjálpa! haha