Vandamál og ekki vandamál…

Ég varð rosalega hrifin af manneskju sem virtist vera það líka og ég eyddi allri minni orku og tíma fyrir hann. Passaði að vera ekki of uppáþrengjandi og ekki of áhugalaus, passaði að vera með vinum mínum líka. Ég vildi frekar skrópa í skólanum/vinnunni bara til þess að liggja 10 mín lengur hjá honum. Mig langaði að kynnast honum og spyrja hann um líf sitt og var forvitin um allt sem tengist því jafnvel þó að áhugamálin okkar voru ekki eins.
Ég var tilbúin til þess að gera allt fyrir hann.

En svo, þegar upp er staðið, eftir soldin tíma, þegar ég áttið mig á því að ég hafði aldrei fengið þennan tíma, þennan áhuga né ástúð frá honum. Eins og ég hafði verið ein í þessu sambandi í marga mánuði. Allt á niðurleið.
…og ég er þreytt, orkulaus og nenni engu.

En núna, á meðan sambandið er á hraðri leið niður þá kviknar skyndilega meiri og meiri áhugi hjá honum og hann vill ekki sleppa. Segist vera yfir sig ástfangin, og meira en það og vill innilega bæta sig því hann kom rosalega illa fram við mig.
En ég er búin að gera allt sem ég gat, reyndi allt og vonaði að þetta myndi breytast í svo langan tíma á undan.

Núna erum við í “hléi”, þ.e.a.s. ég er að hugsa hvað ég vil gera. Sem sagt, hvort ég vil halda áfram og byrja frá núlli og taka þetta hægt, eða ganga burt frá þessu.
Snýst basicaly um það hvort ég hafi orkuna í að reyna enn og aftur og verða skíthrædd um það að ekkert breytist, og að þetta verði bara eitthvað tímabundið.
Ástæðan fyrir því að ég er svona smeik við þetta er vegna þess að fyrir ári síðan kom ég úr 4 1/2 árs sambandi þar sem ég beið eftir því að hann myndi breytast, sem gerðist ekki, og ég vil það engan vegin aftur.

Ég hef heyrt rosalega margar sögur um það að stelpur/strákar bíði eftir að kærastan/kærastinn breytist einn daginn, en jafnvel eftir margra ára samband hefur ekkert gerst.

Hafiði lent í þessu og vitið þið um einhver svona dæmi sem hafa gengið upp?
Vatn er gott